09. september 2014
Allt á fullu í haustverkum þessa daganna, það er verið að koma hesthúsinu í stand fyrir veturinn verið að þvo og mála í hólf og gólf. smalamennskur komnar á fullan skrið. um síðustu helgi komu hér saman vaskur hópur góðra smala sem hjálpuðu okkur að koma fé heim og vikta, flokka og meta fyrir fyrstu förgun sem verður nú í vikunni. takk kærlega fyrir hjálpinna og ekki síður félagsskapinn öll sömul, Sigrún, Skúli, Mummi, Atli Steinar, jón og Villa. Svo eru göngur seinna í vikunni þegar haldið er á Arnarvatnsheiðinna í góðum félagsskap sveitunganna og réttarstúss í Fljótstungurétt næstkomandi laugardag.
Frumtamningartíminn fer svo í gang eftir réttirnar með spennandi trippum. Eins eru söluhross í trimmi heima svo endilega kíkið við ef einhver að leita sér að skemmtilegum hesti.
Flestar hryssur eru nú farnar til sýns heima eftir heimsókn til stóðhestana hjá okkur í sumar flestar glaðar með nýju fyli. eins eru allar okkar hryssur komnar heim eftir heimsókn til fola. Hestar sem þær fóru til þetta sumarið voru m.a. Sjóður f Kirkjubæ, Hrannar f Flugumýri, Þóroddur f Þóroddsst, Auður f Lundum, Korgur f ingólfhvoli, Viti f Kagaðarhóli, Þorlákur f Prestbæ auk heimahestanna Þyts, Sólons, Skörungs og Þórs frá Skáney. Þannig að það lítur út fyrir spennandi folaldahóp næsta sumar ef allt fer eins til stendur.