 |
Skörungi frá Skáney var sleppt í hryssur i dag og voru mikilir fagnaðarfundir hjá honum og ástmeyjum hans þetta sumarið eins og sést á myndunum. Hann er 2 vetra foli undan Landsmótssigurvegara í a-flokki gæðinga síðasta sumar Óm frá Kvistum og Nútíð frá Skáney. Hann er mjög lofandi foli af góðum ættum. Hann verður í hryssum hér heima í sumar og getur bætt á sig verkefnum í sumar ef óskað er eftir því. |
 |
Skörungur að skoða vinkonur sínar af miklum áhuga og Skörungsskap. |
 |
Stæll frá Skáney3.v graðfoli kom snöggvast í hús í gær og er hér á ferðinni mikill foli sem á eftir að láta taka eftir sér hann getur tekið að sér verkefni í sumar ef áhugi er á því. Hann er undan Dyn frá Hvammi og Nútíð frá Skáney. mjög myndarlegur foli með kraftlega útgeislun. |
 |
Villa og Jón héldu heljar brúðkaup um helgina sem tókst með miklum sóma. fjölmenn og flott athöfn og stórgóð veisla á eftir, þar sem kokkurinn hafði úr heilli kú að matbúa fyrir veislugesti. skemmtiatriði og tilheyrandi með balli á eftir. Góð saga var sögð af Villu í veislunni, Villa er haldin skilaæði. Fyrst fékk hún hest í bæinn, honum var skilað heim, hún fór með 2 kettlinga í bæinn nokkru seinna fundust þeir í bakinnganginum eftir eina helgarheimsóknina búið að skila þeim. Jón og villa fengu sér hund, hann var skilinn eftir í annari sveit eftir smá tíma. Við vonum að það fari ekki eins fyrir Jóni hehe. Það stendur til að þeir verði hjá okkur i sumar feðganir Jón og Bjarni Valur í sumarfríinu við vonum að Villa taki þá með sér í bæinn aftur hehe. Það væri svosem ekki slæmt að hafa þá áfram alltaf gott að hafa góða vinnumenn:) Innilega til hamingju með brúðkaupið og takk fyrir okkur. |
 |
 |