27. febrúar 2012
Mikið hefur verið um að vera frá því við skrifuðum frétt síðast. KB mótaröðin hefur verið með 2 mót fyrst var það fjórgangur og svo tölt nú um helgina. Randi og Haukur hafa tekið þátt á mótunum og hefur Randi verið í A úrslitum á báðum mótunum fyrst með hann Skála frá Skáney í 4-gang og svo hann Sóló frá Skáney í tölti. Ný hross hafa komið í þjálfun og önnur farið heim. Nóg er að gera í hesthúsinu rúm 40 hross í þjálfun og erum við 5 að ríða út þessa dagana, hún Vanessa sem var að hjálpa okkur i haust er komin aftur og svo kom Helena frá Þýskalandi og ætlar að aðstoða okkur í nokkrar vikur.
 |
Jón Hannesson kom fyrir stuttu og tók út gæðinginn sinn. | |
Fengum skemmilega heimsókn í nokkra daga í síðustu viku þegar 3 norskar vinkonur komu í skemmtitúr til okkar, það voru þær Kristin, Rianne og Lise. Þær riðu út á fullu alla daga og komust að horfa á hestamót á Mið-Fossum þegar Grani hélt 4-gangs mótið sitt, eins litu þær við fjósinu og skemmtu sér frá morgni til kvöld alla daga, ekki slæmt að fá svona skemmtilega heimsókn. Takk fyrir komuna stelpur og verið velkomnar aftur.
 |
Kristin og Soldán | |
 |
Rianne og Sóló | |
 |
Lise og Sómi | |
 |
Rianne og Lise | |
 |
Kristin og Bruni ( Kristin á bródur hans Bruna í Noregi) | |