22. janúar 2012

Loksins sást til sólar þetta þetta árið!!!

Þorinn byrjar vel með blíðu veðri og sást meira að segja til sólar eftir mjög ófriðsaman tíma undanfarnar vikur í veðri. Það var því upplagt að nota tækifærið að smella nokkrum myndum í blíðunni. Set hér með til gamans myndir af Hnjúk frá Skáney sem er graðfoli á fjórða vetur sem er búið að vera temja í 2 mánuði. Hann er undan fyrrverandi heimsmeistaranum Tind frá Varmalæk og Gná frá Skáney. Hnjúkur er mjög lofandi foli sem sýnir strax mikið öryggi og jafnvægi á gangi og verður gaman að fylgjast með hvernig hann mun þróast fram á vor.                                   

Hnjúkur frá Skáney á 4 vetur