1. febrúar 2012

starfsmenn í þjálfun á plani:)

 Það virðist sem hann vetur konungur sé samur við sig og finnist gaman að sína hvers er megnugur þessar vikurnar, en nú er farið að hlýna og fer vonandi að styttast í vorið. Hér er þjálfað á fullu flesta daga inni sem úti, rekstrum og teymingartúrum. Nú fer að styttast í vetrarmótin og ætlum við að vera með í vetur í KB-deildinni. Fengum skemmtilega heimsókn um liðna helgi, þá kom lítill frændi, afa og ömmusrákur með foreldrum sínum. Áttu þau góðar stundir saman Kristín Eir og Bjarni Valur, léku sér og prökkuðust saman. Auðvitað skelltu þau sér í sarfsþjálfun í fjósið með ömmu og afa sínum. Það fylgja með nokkrar skemmtilegar myndir af þeim að störfum.

Kristín Eir og afi að þjálfa gæðinginn sinn hann Sóló

Starfsmenn á plani
Starfsmenn í þjálfun
Ein sátt við vinnubrögðin
Þjálfað á fullu
Koma svo Sómi
Tamingin tókst vel, þjáll og prúður