29. mars 2012

KB-Mótaröð og Vesturlands sýning í Faxaborg

Það kom að því tími gefst til skrifta á því helsta sem er að frétta héðan af bænum. Randi og Haukur tóku þátt í Kb-mótaröðinni í vetur, og var nú síðast keppt í 5-gangi og slaktaumatölti (T2), hestakosturinn verður sterkari með hverju mótinu sem haldið er, þau gerðu það gott í 5-ganginum Randi og Líf frá Skáney náðu sér i 5 sætið og Haukur og Laufi frá Skáney lönduðu efsta sæti í forkeppni og gáfu það ekki eftir i úrslitum, ekki slæmt það á sínu fyrsta móti. Haukur og Sóldán nældu sér svo i silfur i T2 eftir jafna og spennandi keppni. stigakeppni sem haldin er á mótaröðinni fór svo þannig að Randi varð efst að stigum i keppni Faxa og Skugga félaga og i öðrusæti yfir allt mótið eftir mjög jafna og spennandi keppni við hana Hrafnhildi á Sturlu-Reykjum. Til hamingju með þennan árangur stelpur:)                                                                                                   

Laufi og Haukur
        

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vesturlands sýning var haldin um síðustu helgi af reiðhöllinni Faxaborg og hestmannafélögunum á svæðinu. tókst hún i alla staði vel og var hestakostur góður og fjölbreytni atriða mjög skemmtilegur. allt frá sýningu barna og unglinga i topp kynbótahross og gæðinga. Héðan frá Skáney fórum við með 9 Hross, vorum með eitt sér atriði sem saman stóð af afkvæmum Þóru frá Skáney þeim Þyt-Þórvör og Þórfinn. svo voru önnur hross í öðrum atriðum þau Líf-Laufi-Soldán-Skáli-Sóló og Elding. Gaman var að sjá hvað sýningin var vel sótt og var uppsellt á sýninguna, komust færri að enn vildu. þessi sýning er greinilega komin til með að vera i framtíðinni. stimplaði sig allavega rækilega inn að þessu sinni. komið nóg af fréttum að þessu sinni og verður vonandi stutt i næstu fréttir.

Þóra frá Skáney, alltaf jafn glæsileg.