22. apríl 2012

Velheppnaður skeifudagur á Hvanneyri!!

Skeifudagur var haldinn hátíðlegur á sumardaginn fyrsta á Mið-Fossum sem er hestamiðstöð Háskólans á Hvanneyri. Randi og Haukur hafa verið að kenna nemendum hrossaræktarbrautar 2x í viku í vetur, frumtamningar og reiðmennsku. nemendur komu með eitt ótamið trippi og einn taminn hest hvert. á skeifudegi sýna nemendur svo afrakstur vetrarins og eru verðlaunuð fyrir árangur í ýmsum prófum, frammistöðu og árangur vetrarins. Þetta voru hresssir og skemmtilegir nemendur í vetur með mikinn áhuga og metnað fyrir að bæta sig og læra. 

Stoltir kennarar með flottum nemendum

                                                                                                                                                                                   

 

 

 

 

 

 

                                                                                                                                                                                     

 

Mikil metnaður var lagður í að standa sig á loka sprettinum um að hljóta hina eftir sóttu Morgunblaðsskeifu sem veit er þeim bestum árangri nær úr tamningarhluta og reiðmennsku prófi. Einungis munaði 0,1 á fyrsta og öðru sæti. Það var hina Skagfirska Svala Guðmundsdóttir sem hlaut skeifuna að þessu sinni, í öðru sæti var svo Einar Ásgeirsson úr Hafnarfirði. 3 varð Heiðrún frá Þverholtum,4 Kjartan á Síðumúlaveggjum, 5 Sigurður Hannes á Oddsstöðum. Aðrir sem tóku þátt voru Sigurður Snorri frá Sauðárkróki, Erla úr Borgarnesi, Tíbrá frá Hjartastöðum á Héraði og Þorvaldur frá Skarði í Lundarreykjadal. Til hamingju með frábæran árangur krakkar

Kjartan og Litlatá
Kjartan og Kyndill
Hrafnhildur Tíbrá og Röst
Tibrá og Gjafar
Þorvaldur og Svörður
Valdi og Nasi
Einar og Seiður
Hannes og Gautur
Einar og Elding
Sigurður Hannes og Skírnir
Heiðrun og Frakkur
Svala og Búi
Heiðrun og Ísafold
Svala og Héla
Sigurður Snorri og Halastjarna
Siggi og Hlynur
Erla og Kraftur
Erla og Ljósa nótt

 

Spertir prófdómarar þeir Guðlaugur og Þorvaldur