2. júní 2012

Sólonsafkvæmi gera það gott!!

 Vorið hefur liðið hratt þetta árið og það stefnir í að það sé bara komið sumar með frábæru veðri þessa dagana, búið að vera rúmar 20 gráður sól og logn sem er ekki of oft hér um slóðir. sauðburður er búinn þetta árið og gekk hann mjög vel fyrir sig og allt i blóma á þeim bænum. kynbótasýningar er farnar af stað og eru sólonsafkvæmi að gera góða hluti á brautinni, má þar helst nefna Skýr frá Skálakoti 5. vetra stóðhest sem hlaut 8,62 fyrir hæfileika og 8,55 í aðaleinkun, mikill glæsi gæðingur þar á ferð. Haki frá Bergi 5.vetra stóðhestur hlaut 8,30 fyrir hæfileka og 8,25 í aðaleinkun. Elding frá Skjólbrekku 6v hryssa hlaut 8,03 í aðaleinkun. Blesa frá Bergi 5v hryssa hlaut 7,94 í aðaleinkun. Það er gaman að fylgjast með afkvæmunum vera standa sig svona vel og vera föður sýnum til sóma. Sólon er þessa dagana á fullu í uppáhalds vinnunni sinni að taka á móti ánægðum hryssum.                                                                                                                                                       

Krístin Eir að þjálfa höfðingjann
Aðeins að liðka, hef séð pabba gera svona.
Ja koma svo.....
Ja mátt ekki fara neitt
Stift þjálfað hjá feðginunum
Riðið út í bliðunni