19. júní 2012

Þytur og Laufi komnir með farmiða á Landsmót.

Þytur
Þytur trygði sér þátttökurétt á landsmótið í næstu viku á kynbótasýningu á Mið-Fossum. Hann hlaut 8,41 fyrir byggingu 8,31 fyrir hæfileika og 8,35 í aðaleinkunn. hann hlaut 9 fyrir tölt, 8,5 fyrir brokk,stökk,vilja og fegurð í reið, 7 fyrir skeið. Það var Þórður Þorgeirsson sem sýndi Þyt með þessum góða árangri. Þytur tók þátt í gæðingaútöku um daginn og hlaut 8,37 í A-flokk og hafnaði 3 fyrir hestamannafélagið Faxa, hann hafði því einnig rétt á að fara á LM í A-flokkinn þar sem efsti hestur hann Alur frá Lundum mun fara i Kynbótasýningu á LM. Enn við stefnum á að fara með hann Þyt i kynbótasýningu frekar þar sem hann mun fá að njóta sín Landsmótinu og vera sér og eigendum til sóma. 
Laufi
Laufi tryggði sér miða á Landsmótið í gæðingaúrtöku um daginn og hafnaði með 2 hæðstu einkunn fyrir hestamannafélagið Faxa með 8,39 í einkunn. Laufi er að reynast vel sem keppnishestur og er að gera góða hluti í a-flokki og 5-gangi, það verður spennandi að fylgjast með honum þróast áfram i framtíðinni. Randi og Skáli tóku þátt í B-flokki og stóðu sig mjög vel enduðu með 3 hæðstu einkunn og eru varahestur inn á landsmót. Það verður gaman að fylgjast með flottum sýningum og hestum á LM í næstu viku og verður þetta pottþétt mikil veisla fyrir unnendur Íslenskahestsins. 
Skáli