23. júní 2012

Allt að verða klárt fyrir Landsmót.

Það er falleg fjallasýnin í veðurblíðunni þessa dagana. Vorum á ferðinni í Hvítársíðu í gær að sækja lömb að Þorgautsstöðum sem höfðu fengið sér sundsprett yfir Hvítá, þeim fannst  grasið greinilega grænna hinum megin við ánna:) Smeltum þessari mynd til gamans á leiðinni fram síðunna. Tókum svo stöðuna á Stóra-Áss bændum yfir kaffibolla á heimleiðinni. 
Heyskapur er kominn af stað skelltum saman í tæpar 150 rúllur, grasprettan er með betramóti miðað við hversu lítið hefur rignt undanfarið.  það er betra að bakka þessu sæmilega svo heyið haldi sér góðu fyrir veturinn.
Ganga þarf frá öllum endum til að hafa þetta snyrtilegt og fá ekki plast á allar girðingar í næsta roki. Kristín Eir bráðefnileg við þetta starf og hljóp á milli rúlla til að ganga frá sem flestum lausum endum.
 Þá er búið að ganga frá öllum endum og hægt að fara huga að því að skella sér á Landsmót í Reykjavík sem byrjar á mánudaginn.