10. ágúst 2012

Vel heppnuð kynbóta sýning yfirstaðin.

skeltum okkur með þrjár hryssur í dóm á síðsumarssýningu á Mið-Fossum í gær og svo á yfirlisdssýningu í dag. Það voru þær Þórvör, Sæld og Freyja allar frá Skáney 5 vetra gamlar. Það var hann Jakob Sigurson vinur okkar sem sýndi þær fyrir okkur með miklum sóma. Dómar fóru nokkuð vel hún Þórvör M: Þóra frá Skáney, F: Andvari f Skáney hlaut 1 verðlaun 8,12 í einkun 8 fyrir byggingu og 8,20 fyrir hæfileika. Sæld M: Nútíð f Skáney, F:Funi f Skáney hlaut 8,09 fyrir byggingu og 8 fyrir alla eiginleika hæfileika nema stökk 8.5,  skeiðlaus og 8,5 fyrir hægt tölt og hægt stökk. við erum mjög sátt við þessa dóma góð byrjun hjá þessum bráðefnilegum hryssum. Svo var hún Freyja M: Hríma f Skáney, F: Eiður frá Oddhóli sem við seldum sænskri vinkonu okkarJessica Leion  sem folald og kom  svo aftur í þjálfun til okkar í sumar sýnd hlaut hún 7,93 f byggingu og 8 fyrir alla eiginleika hæfileika nema brokk sem hún fékk 8,5 fyrir, hún var sýnd skeiðlaus. við vorum mjög sátt við útkomuna á þessum hryssum þó auðvitað vilji maður alltaf meira á sumum stöðum en það kemur bara vonandi næst.
Sæld frá Skáney 5 vetra M: Nútíð f Skáney F: Funi f Skáney
Þórvör f Skáney 5 vetra M:Þóra f Skáney F: Andvari f Skáney
 Freyja frá Skáney 5 vetra M: Hríma f Skáney F: Eiður f Oddhóli