17. september 2013

Heimasíðan endurvakin eftir árshvíld

Strákarnir Sólon og Þytur hafa staðið sig vel í sumar bæði á keppnisbrautinni sem og í að þjóna hryssum, enn hátt í 70 hryssur hafa heimsótt okkur á Skáney þetta árið með mjög góðri fyljun. Hér eru þeir ásamt þjálfurum sínum á fjórðungsmótinu sem haldið var í sumar á Kaldármelum. Margt hefur gerst síðast liðið ár og munu koma fréttir af því helsta hér á síðuna innan skamms.


Ný reiðhöll var reist síðastliðinn vetur og hesthús innréttað í gömlu höllina og er það ein af ástæðum fyir því hversu dugleg við höfum verið að að uppfæra heimasíðuna okkar það eru víst bara 24 tíma í sólarhring þótt oft væri allavega not fyrir fleyri tíma. Höllin varð nothæf um miðjan Apríl í vor enn hesthúsið tekið í notkun í Febrúar. Við komum með fleyri myndir og útlistanir á framkvæmdunum síðar.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af húsi og starfseminni sem er í fullum gangi þessa dagana. 

Frumtamningar eru á fullu þessar vikurnar
erum með tvö hringgerði í notkun svo það
er góður gangur í því.
Erum með tvær duglegar stelpur að
aðstoða okkur þær Anne-Cathrine og Elise
Hringteymt af mikilli einbeitingu!! Hér er aðal hjálpar hvolpurinn á bænum
vinna við hendi er stór þáttur í ferlinu Svo af stað og ná góðri framhugsun!!!  
sveigja og kyssa ístöð má ekki gleyma enda
eitt af grunnatriðum fyrir framhaldið
Hér eru Randi og Ópera Óms f. Stóra-ási
að ræða málin
Elise og Ægir Skjannason stilla sig af fyrir
fréttaritarann. 
Það er sko notalegt að hafa góða
inniaðstöðu þessa dagana í þessari
blessuðu rigningu sem aldrei að hættir