21. september 2013

Höfðingjar flytja til nýrra heimkynna

Laufi frá Skáney flutti til nýrra eigenda í Svíþjóð í gær. Laufi hefur verið farsæll og vaxandi keppnishestur síðustu 2 árin, hann hefur gert það gott í fimmgang og a-flokk. Hann er alvöru alhliðahestur með allar gangtegundir góðar og gott geðslag. 
Laufi mun vonadi gera það gott í keppni með nýjum eiganda sem er ung stúlka og eiga þau saman eftir að gera góða hluti í framtíðinni. Óskum við þeim góðs gengis og bjartrar framtíðar saman.
Hann Soldán frá Skáney flaug einnig til nýrra eiganda í gær. Ný heimkynni hjá honum eru í Noregi. Soldán er 1. verðlauna klárhestur með 9 fyrir tölt. Hann hefur verið notaður talsvert í kennslu og verið vaxandi keppnishestur. Hann hefur ekki síst gefið margar gleðistundir í gegnum árin enda er hann sannur höfðingi í allri viðkynningu með frábært geðslag.  
Soldán mun vonandi gera það gott með nýjum eiganda á keppnisvellinum, en hún er ung og áhugasöm stúlka. Óskum við þeim velfarnaðar og gæfu saman í framtíðinni. 
Freyja frá Skáney flaug til eiganda sinna í Svíþjóð í gær. Freyju eingnuðst þau á unga aldri og ólst hún upp í Söðulsholti og tamin þar. Hún kom svo til okkar í þjálfun í fyrra vor og sýnd í kynbótadóm síðsumars.
Freyja er smart klárhryssa sem mun án efa verða eigendum sínum til sóma. Til hamingju með að vera komin með hana heim til Svíðjóðar og vonandi mun hún standa sig vel í framtíðinni.