12. desember 2013

Námskeið með Jakobi Sig tókst vel um daginn!!!

Sumir komu langt að alla leið frá Hólum. Hér eru reiðkennarar að fara yfir hlutina!!
Ekki voru allir áhorfendur háir í loftinu hér eru þær frænkur Kristín Eir og Elísbet Líf Sigvaldadóttir
Sigvaldi mætti vel hestaður norðan úr Skagafirði, enda eru þeir báðir vestan úr Dölunum!!!
Kristín Eir kunni sko að meta svona heimsóknir fá að atast aðeins í henni Þórdísi
spáð og spekúlerað hér eru þeir Silli, Skúli og Haukur að skeggræða sennilega um hross!!
Sigrún Ólafs var mætt í kennslu til Kobba einbeit og áhugasöm 
Þessi félagar voru einbeittir í fasi, Skúli og svarti folinn úr Hlíðinni
Spurning hvort þetta sé stundað fyrir norðan að vera með hestinn með sér í kaffi þegar á að vera að þjálfa!!!
Þórdís í góðum gír með flottu hryssuna sína
þátttakendur fylgdust vel með á kantinum eins og sést á þessari mynd bæði menn og dýr
Sigrún með hann Sparisjóð sinn að æfa sig á milli stríða!
Námskeið tókst afar vel og þátttakendur voru  ánægðir þegar haldið var heim á leið eftir góða helgi með kennslu,mat og góðri kvöldvöku. Pöntuðu margir að fá að koma aftur næst!! En það er einmitt áætlað núna um næstu helgi að endurtaka leikinn og mætir hann Jakob á nýjan leik að kenna áhugasömum nemendum. Spennandi tímar framundan!!!