Gefjun frá Skáney
IS2010235814Verðflokkur D

 

Gefjun er efnileg myndar hryssa líklega 5-gangshross, hefur ekki mikið verið átt við skeið ennþá. Hún hefur taktgóðar gangtegundir með góðum fótaburð. Hún hefur mjög gott geðslag, þjál, traust, spaklát og góð í allri umgengni. Hún hefur góðan fimigrunn. Gefjun á eftir að henta í keppni og knapamerki. Á myndbandi er hún nýkomin inn úr 4 mánaða haustfríi. Gefjun hentar fyrir flesta hestvana knapa.