Tamningar og Þjálfun

Við tökum að okkur hross á öllum stigum tamningarinnar, hvort sem markmiðið er að gera úr hestinum góðan reiðhest, keppnishest eða undirbúa hann fyrir kynbótadóm.

Randi og Haukur eru bæði félagar í Félagi Tamningamanna. Bjarni hefur 50 ára reynslu við tamningar og þjálfun á hrossum.

Við leggjum áherslu á að temja og þjálfa hestinn eftir hans eigin forsendum og við vegum og metum hvern hest fyrir sig, hvernig best sé að hátta tamningu á honum miðað við líkamsbyggingu/beitingu, skapgerð og ganglag.

Við notum vönduð vinnubrögð og pössum uppá að hafa þjálfunina fjölbreytta og uppbyggilega fyrir hestinn.

Image
Image
Image

Senda fyrirspurn / Send request