Birna Hauksdóttir

Image
Image
Image

Birna er fædd og uppalin í Reykjavík, dóttir þeirra Hauks Bjarnasonar og Þórunnar Lárusdóttur.

Birna var í sveit flest sumur í uppvextinum eins og tíðkaðist í þá daga. Fyrstu árin er hún í Káranesi í Kjós hjá afa sínum og ömmu. Þar voru oft á tíðum nokkur frændsystkyni samtímis. Þar fær hún áhuga fyrir hestum og búskap, enda átti afi hennar og móðurbræður alltaf góða reiðhesta. Fengu krakkarnir að fara á bak með þeim á kvöldin og um helgar. Þar voru góðar reiðleiðir á bökkum Laxár og Bugðu. Tveir móðurbræður Birnu sem bjuggu í Reykjavík voru með hesta þar á veturna. Fór hún stundum til þeirra í hesthúsið og fékk að fara á bak.

Á unglingsárunum fer svo Birna í sveit í Grímstungu í Vatnsdal til Lárusar og Péturínu sem bjuggu þar ásamt sonum sínum og fjölskyldum. Þar var stórt bú, kindur, kýr og hestar. Voru nokkrir unglingar þar á sama aldri. Mikið var um að vera. Mikið riðið út. Fengu þau að kynnast allskonar hestum.

Fyrst er Birna með hest í húsi hjá móðurbræðrunum en fer svo sjálf að halda hross í Kardimommubænum, sem svo var kallaður, en síðan byggði hún hús í Víðidalnum þar sem hrossin voru á veturna. Hún var með hestana í Kjósinni á sumrin. Reið út og fór í hestaferðir.

Birna flytur svo að Skáney 1980 og þau Bjarni taka við búskapnum þar. Saman eiga þau börnin Hauk og Vilborgu og fyrir átti Birna dótturina Bryndísi Ástu Birgisdóttur.

Birna fer að taka virkan þátt í ræktun og þjálfun hrossanna og kom einnig með nokkur hross með sér inn í hópinn. 

Birna hefur verið mjög virk i félagsmálum bænda og hestamanna. Var í stjórn hestamannafélagsins Harðar í mörg ár, er formaður Vesturlandsdeilar Félags hrossabænda, var gjaldkeri í aðalsjórn Félags hrossabænda í 9 ár, var í hreppsnefnd Reykholtsdalshrepps í 8 ár, er gjaldkeri Kvenfélags Reykdæla og er formaður Búnaðarfélags Reykdæla svo eitthvað sé nefnt.